Staðan kl. 19.12 að ísl. tíma

Viðbót: 19.30. Birkir er kominn til La Fouly.

La FoulyS-20:4526h13mn35s1269

Börkur var í Champex Lac. Væntanlegur til Bovine um tíuleytið.

Champex-LacS-20:3626h04mn01s577

Ásgeir var að koma þangað líka fyrir einni mínútu!

Champex-LacS-21:1126h39mn32s652

Það eru 800 hættir

Það var verið að tilkynna hér í hátalarakerfið að aðeins 1588 keppendur væru enn í keppninni.   Hinir eru hættir.

Af torginu

Við sitjum í blómabeðinu á torginu fyrir aftan markið, ég, Sigrún og Berta.
Sólin er farin úr bænum og skín nú bara á fjallatoppana.
Strákarnir okkar eru allir á labbi einhversstaðar, allir í drasli eins og Ásgeir orðaði það.“Bibba, nú man ég hvers vegna ég fer aldrei í Paula Ratkliff sokkana mína.   Ég fæ blöðrur utan á hælinn af þeim”.
Birkir var á leið að snúa við aftur niður í Arnuva á leið sinni á tindinn, Grand Col Ferret en hafði vit á að hringja í okkur fyrst.    Honum var snarlega ráðið frá því, aðallega vegna þess að Arnuva-stöðin var að loka og samkvæmt Bibbu sem er hokin af hætta-reynslu er ekkert gaman að koma að lokaðri stöð.   Þá er ekkert að borða og engin aðhlynning, - starfsmenn allir á heimleið.    Birkir hélt áfram og við vonum að hann komist yfir þreytuhjallann á leið niður í La Fouly þar sem tímamörkin eru 23:00 (21:00 ísl).
Ásgeir heyrði í Berki í La Fouly sem sagðist þá vera ca. kílómeter á undan honum.   Annað hvort hefur þá hægst á Berki eða hraðast á Ásgeiri nema það hafi verið brekka ... 

Í mark er nú að koma forstjóri North Face, (sem er aðal styrktaraðili keppninnar) Gaylord Topher.  Hann er í 12. sæti og hefur þann heiður að vera fyrsti ameríkaninn sem klárar keppnina.    Það er verið að taka viðtal við hann og hann segir þetta vera sjötta sinn sem hann taki þátt og þetta sé lang erfiðasta hlaupið sem hann hefur hlaupið. 

Varðandi sigurvegarann þá er ekki búið að gefa út að hann sé sigurvegari því menn hafa efasemdir um að hann hafi ekki fengið einhverja utanaðkomandi hjálp sem hann mátti ekki þiggja.   Þessi tvítugi spánverji var bakpokalaus yfir síðasta fjallið og í mark. 

Nú er verið að bíða eftir fyrstu konu sem er víst rétt á leiðinni.   Það mundi vera bretinn Elisabeth Hawker.   Hún er í North Face liðinu og síðast þegar hún keppti (2005) þá vann hún keppnina.   Kannski vildi hún ekki fara fram úr forstjóranum í þetta sinn ?   ;)

Yfir og út,
Bibba og Sigrún
Fréttaritararnir í blómabeðinu J  (ekki sponsorað af North Face)


Staðan kl. 4.30

Ásgeir er kominn til La Fouly. Óbreytt hjá hinum, Birkir sennilega að leggja sig og Börkur að pjakka upp eða niður fjall.

La FoulyS-18:0523h33mn10s736

 Birkir er kominn af stað:

Grand Col FerretS-18:3023h58mn17s1227

 


Staðan kl. 3 að ísl. tíma

Bibba hringdi og hafði þá heyrt í þeim öllum. Þokkalegur gangur á okkar mönnum, þeir eru heitir, sveittir og þreyttir, en ætla að halda áfram.

Börkur er í La Fouly.

Grand Col FerretS-14:3220h00mn15s442
La FoulyS-16:2321h51mn56s448

 Birkir er í Arnuva, talaði um að leggja sig aðeins, orðinn lúinn, en tímamörkin leyfa alveg smá lúr.

ArnuvaS-16:3021h58mn06s1170

 Ásgeir er í Col Ferret og kemur fljótlega til La Fouly.

Grand Col FerretS-16:1021h38mn38s729

 Meira síðar. KOMASO!!!

 VIÐBÓT:

Sigurvegarinn er kominn í mark.

 Kilian Jornet frá Spáni á 20 tímum og 58 mínútum. Hann er klukkutíma á undan næsta manni. Scott Jurek hefur sennilega hætt.


Fyrsti er að koma

Fimmtán mínútur í fyrsta mann í mark.   Það mun vera spánverjinn Kírjórnían J... eitthvað :)

sms frá Birki

Er á göngu, alveg að koma í Bonatti

Bestu kveðjur...

Við Sigrún og Berta erum staddar við Tourist Information stöðina í Chamonix.   Þar hímum við í skugganum og bíðum eftir að Bikki skjóti upp kolli í Bonatti.    Hér er frí internettenging og úti er gluggasylla alveg upp við húsið þar sem hægt er að ná sambandi.    Ég sest og blogga og Sigrún og Berta fara að kaupa ís.   Bertu leiðist, enda lítið um að vera fyrir 10 ára hérna og við uppteknar á netinu að ræða tíma og plön.     Síðustu upplýsingar sem við sáum voru þessar : Börkur í Arnuva kl. 12:51 á frönskum tíma.   Kom þar inn í sæti 444.   Geri ráð fyrir að hann setjist niður og fái sér núðlusúpu þar.   Góðar núðlusúpur í Arnuva.Ásgeir í Bonatti kl. 13:19 að frönskum tíma í sæti 783.   Síðast frétti ég af honum þar sem þeir Birkir voru á leið til Courmayor og Ásgeir var í vandræðum, var orðinn sárfættur.   Gerði ráð fyrir að skipta um skó í Courmayor.   Vonandi lagaðist hann við það.Birkir var í Bertrone kl. 12:17 að frönskum tíma í sæti 960 og var í vandræðum vegna hitans.   Talaði um að koma sér upp á fjallið sem fyrst þar sem smá gola ætti að kæla eitthvað.(Ísinn minn kominn, allur að bráðna í hitanum og gerð smá bloggpása.  Athugað aftur með Birki.   Ekkert ennþá) Það er búið að vera gott að lesa fréttaskotin að heiman.   Vonandi haldið þið áfram.   Hér er lítil aðstaða til internetiðkunar, fartölvan hennar Sigrúnar hefur takmarkað batterí, Berta hefur takmarkaða þolinmæði og veskið hefur takmarkaðan kvóta á internetcafé.

Við ætlum að reyna að koma inn aftur í kvöld þegar við förum að bíða eftir Berki.

Bestu kveðjur heim,

Bibba, Sigrún og Berta


Staðan kl. hálftólf að íslenskum tíma

Börkur hefur bætt við sig tveimur stöðvum og farinn frá Arnuva. Kemur til Col Ferret um hálfeitt

Refuge BonattiS-12:0217h30mn38s498
ArnuvaS-12:5118h19mn08s444

 Ásgeir er farinn frá Bonatti. Kemur til Arnuvaum tólf.

efuge BonattiS-13:1918h47mn33s783

 Birkir er farinn frá Bertone og kemur til Bonatti um tólf. 

Refuge BertoneS-12:1717h45mn49s960

 


Börkur í Bertone II

Börkur hringdi frá Bertone, sat þar rangeygður af hita eftir nóttina sem var mjög sveitt. Hitinn er í 30 stigum núna og klukkan orðin hálfellefu. Þessi hitasvækja hefur hægt á keppendum og vökvatapið mikið. Börkur taldi sig vera á svipuðu róli og í fyrra, ætlaði að staldra þarna við og drekka sig upp. Hann hafði heyrt í Ásgeiri og Birki sem gáfu sér góðan tíma í Courmayeur til að eta og drekka. Fram undan er erfiður dagur og eins gott að hugsa kalt til þeirra félaga, til að svala þeim á leiðinni. KOMASO!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggið

The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc
The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc

Þetta blogg er um ferð fjögurra hlaupara í The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc hlaupið dagana 29 - 31 ágúst.   www.ultratrailmb.com

Myndaalbúm

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband