30.8.2008 | 19:12
Staðan kl. 19.12 að ísl. tíma
Viðbót: 19.30. Birkir er kominn til La Fouly.
La Fouly | S-20:45 | 26h13mn35s | 1269 |
Börkur var í Champex Lac. Væntanlegur til Bovine um tíuleytið.
Champex-Lac | S-20:36 | 26h04mn01s | 577 |
Ásgeir var að koma þangað líka fyrir einni mínútu!
Champex-Lac | S-21:11 | 26h39mn32s | 652 |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 17:45
Það eru 800 hættir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 17:37
Af torginu
Við sitjum í blómabeðinu á torginu fyrir aftan markið, ég, Sigrún og Berta.
Sólin er farin úr bænum og skín nú bara á fjallatoppana.
Strákarnir okkar eru allir á labbi einhversstaðar, allir í drasli eins og Ásgeir orðaði það.Bibba, nú man ég hvers vegna ég fer aldrei í Paula Ratkliff sokkana mína. Ég fæ blöðrur utan á hælinn af þeim.
Birkir var á leið að snúa við aftur niður í Arnuva á leið sinni á tindinn, Grand Col Ferret en hafði vit á að hringja í okkur fyrst. Honum var snarlega ráðið frá því, aðallega vegna þess að Arnuva-stöðin var að loka og samkvæmt Bibbu sem er hokin af hætta-reynslu er ekkert gaman að koma að lokaðri stöð. Þá er ekkert að borða og engin aðhlynning, - starfsmenn allir á heimleið. Birkir hélt áfram og við vonum að hann komist yfir þreytuhjallann á leið niður í La Fouly þar sem tímamörkin eru 23:00 (21:00 ísl).
Ásgeir heyrði í Berki í La Fouly sem sagðist þá vera ca. kílómeter á undan honum. Annað hvort hefur þá hægst á Berki eða hraðast á Ásgeiri nema það hafi verið brekka ...
Í mark er nú að koma forstjóri North Face, (sem er aðal styrktaraðili keppninnar) Gaylord Topher. Hann er í 12. sæti og hefur þann heiður að vera fyrsti ameríkaninn sem klárar keppnina. Það er verið að taka viðtal við hann og hann segir þetta vera sjötta sinn sem hann taki þátt og þetta sé lang erfiðasta hlaupið sem hann hefur hlaupið.
Varðandi sigurvegarann þá er ekki búið að gefa út að hann sé sigurvegari því menn hafa efasemdir um að hann hafi ekki fengið einhverja utanaðkomandi hjálp sem hann mátti ekki þiggja. Þessi tvítugi spánverji var bakpokalaus yfir síðasta fjallið og í mark.
Nú er verið að bíða eftir fyrstu konu sem er víst rétt á leiðinni. Það mundi vera bretinn Elisabeth Hawker. Hún er í North Face liðinu og síðast þegar hún keppti (2005) þá vann hún keppnina. Kannski vildi hún ekki fara fram úr forstjóranum í þetta sinn ? ;)
Yfir og út,
Bibba og Sigrún
Fréttaritararnir í blómabeðinu J (ekki sponsorað af North Face)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2008 | 16:13
Staðan kl. 4.30
Ásgeir er kominn til La Fouly. Óbreytt hjá hinum, Birkir sennilega að leggja sig og Börkur að pjakka upp eða niður fjall.
La Fouly | S-18:05 | 23h33mn10s | 736 |
Birkir er kominn af stað:
Grand Col Ferret | S-18:30 | 23h58mn17s | 1227 |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2008 | 15:09
Staðan kl. 3 að ísl. tíma
Bibba hringdi og hafði þá heyrt í þeim öllum. Þokkalegur gangur á okkar mönnum, þeir eru heitir, sveittir og þreyttir, en ætla að halda áfram.
Börkur er í La Fouly.
Grand Col Ferret | S-14:32 | 20h00mn15s | 442 |
La Fouly | S-16:23 | 21h51mn56s | 448 |
Birkir er í Arnuva, talaði um að leggja sig aðeins, orðinn lúinn, en tímamörkin leyfa alveg smá lúr.
Arnuva | S-16:30 | 21h58mn06s | 1170 |
Ásgeir er í Col Ferret og kemur fljótlega til La Fouly.
Grand Col Ferret | S-16:10 | 21h38mn38s | 729 |
Meira síðar. KOMASO!!!
VIÐBÓT:
Sigurvegarinn er kominn í mark.
Kilian Jornet frá Spáni á 20 tímum og 58 mínútum. Hann er klukkutíma á undan næsta manni. Scott Jurek hefur sennilega hætt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 13:19
Fyrsti er að koma
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 11:56
sms frá Birki
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 11:54
Bestu kveðjur...
Við ætlum að reyna að koma inn aftur í kvöld þegar við förum að bíða eftir Berki.
Bestu kveðjur heim,
Bibba, Sigrún og Berta
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.8.2008 | 11:32
Staðan kl. hálftólf að íslenskum tíma
Börkur hefur bætt við sig tveimur stöðvum og farinn frá Arnuva. Kemur til Col Ferret um hálfeitt
Refuge Bonatti | S-12:02 | 17h30mn38s | 498 |
Arnuva | S-12:51 | 18h19mn08s | 444 |
Ásgeir er farinn frá Bonatti. Kemur til Arnuvaum tólf.
efuge Bonatti | S-13:19 | 18h47mn33s | 783 |
Birkir er farinn frá Bertone og kemur til Bonatti um tólf.
Refuge Bertone | S-12:17 | 17h45mn49s | 960 |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 08:44
Börkur í Bertone II
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar