Færsluflokkur: Lífstíll

Á ráslínu í Chamonix!!

Sigrún, systir bræðranna, sendi mynd. Okkar menn eru vígalegir þar sem þeir bíða ræsingar.

myndutmb2008.jpg

 


Bibba í Arnuva - Börkur hringdi

Þetta er matarstöð og hér hefur okkar kona fengið sér í gogginn. Staðan er þessi:

Stöðvar
Klukkan.Tím Staða
Refuge BertoneV-13:3702h36mn59s1875
Refuge BonattiV-16:1305h12mn59s1878
ArnuvaV-17:3906h38mn18s1907

 Næsta stöð er í Col Ferret og þar verður Bibba um sjöleytið.

Börkur hringdi, stóð á ráslínunni með Birki og Ásgeiri og voru þeir félagar til stuðsins. Mikið fjör og hávaði í kringum þá, stutt í ræsinguna og gott hljóð í mönnum í góða veðrinu í Chamonix.


Bibba í Bonatti

Staðan er þessi: Fært inn 14.22.

Bibba er komin til Bonatti, hefur nú verið á ferðinni í 5 tíma og 12 mínútur og er í 1878 sæti í heildina. Í 115 sæti í kvennaflokki. Þetta lítur ágætlega út. KOMASO!!

Refuge BertoneV-13:3702h36mn59s1875
Refuge BonattiV-16:1305h12mn59s1878

 Bibba hringdi. Hitinn er ferlegur, menn liggja eins og skotnir við stíginn, aðframkomnir og örmagna. Hún fékk sér salttöflur og stoppaði í 20 mín á þessari stöð og drakk vel, gott hljóðið í henni, með smá hitahausverk en ekkert alvarlegt. Eftir hálftíma kemur hún að matarstöð í Arnuva og þá verður borðað!


Bibba í fyrstu drykkjarstöð

11.40. Bibba hringdi, stóð í röðinni við drykkjarstöðina í Refuge Bertone í pínupilsi og bol og þambaði bleikan orkudrykk. Veður er frábært, hentar sérstaklega hitaþolnu fólki, heiðskírt, logn og sólskin. 25 gráður á mæli. Löng brekka að baki, allt í góðu standi og hljóðið gott. Alparnir skarta sínu fegursta. Fyrsta fjall af fimm er að baki. KOMASO!

Bibba leggur af stað!

 profil_live_ccc

Hvar er Bibba?

Það kemur í ljós þegar líður á morguninn.

Aðalritarinn

 

 Fiche Coureur þýðir keppnisnúmer og á síðunni er hægt að slá inn númer keppenda eða nafn og leita. Tilvalið að rifja upp menntaskólafrönskuna í leiðinni. KOMASO!!

 

CourmCourmayeur - Dolonne0.00 Km0 m
BertonRefuge Bertone12.30 Km830 m
BonattiRefuge Bonatti21.80 Km1573 m
ArnuvaArnuva26.20 Km1669 m
FerretGrand Col Ferret30.70 Km2437 m
FoulyLa Fouly40.10 Km2467 m
ChampChampex-Lac54.70 Km3000 m
BovineBovine64.00 Km3704 m
TrientTrient70.10 Km3778 m
CatognCatogne75.00 Km4556 m
VallorVallorcine80.50 Km4566 m
TeteVntLa Tête au vent87.90 Km5441 m
FlegLa Flégère91.30 Km5505 m
ChamChamonix - Arrivée98.30 Km5505 m

 


Myndir

Hér kemur myndasetía úr ferdinni.

http://gordon522.jalbum.net/Auille%20du%20Midi/

Vorum annars á Expo-inu í dag, fullt af fólki og dóti þar.  Tókum gögnin og nú fer það sem eftir er dags í að ganga frá pokum sem fara á tvær stöðvar á leiðinni.  

Hvíld í kvöld en svo leggur Bryndís af stað klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. 

DSC_0178

 

 

 

 

 

 

 

DSC_0205

 

 

 

 

 

 

 

DSC_0371

 

 

 

 

 

 

 

DSC_0603

 

 

 

 

 

 

  

DSC_0599

 

 

 

 

 

 

 

DSC_0593


Keppnin

Hér verður lýsing á ferð okkar bræðra ásamt Ásgeir og Bryndísi (Bibbu) til Chamonix í Frakklandi til að taka þátt í hlaupi í kringum Mont Blanc.  Áætlað er að það taki svona 30-40 klukkutíma að hlaupa þessa leið, jebb, næstum tvo daga. Staðan hverju sinni verður sett inn eins ört og mögulegt er (a.m.k. yfir daginn).

Lengra hlaupið (UTMB) er 166 km og 9400m heildarhækkun, tímamörk 46 klst.

Styttra  hlaupið (CCC) er 98 km og 5600m heildarhækkun, tímamörk 26 klst.

Sjá fleiri upplýsingar undir: Frásagnir og annað hér til hægri


« Fyrri síða

Bloggið

The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc
The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc

Þetta blogg er um ferð fjögurra hlaupara í The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc hlaupið dagana 29 - 31 ágúst.   www.ultratrailmb.com

Myndaalbúm

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband