11.8.2008 | 21:02
Keppnin
Hér verður lýsing á ferð okkar bræðra ásamt Ásgeir og Bryndísi (Bibbu) til Chamonix í Frakklandi til að taka þátt í hlaupi í kringum Mont Blanc. Áætlað er að það taki svona 30-40 klukkutíma að hlaupa þessa leið, jebb, næstum tvo daga. Staðan hverju sinni verður sett inn eins ört og mögulegt er (a.m.k. yfir daginn).
Lengra hlaupið (UTMB) er 166 km og 9400m heildarhækkun, tímamörk 46 klst.
Styttra hlaupið (CCC) er 98 km og 5600m heildarhækkun, tímamörk 26 klst.
Sjá fleiri upplýsingar undir: Frásagnir og annað hér til hægri
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur vel!
Mun fylgjast jafn spennt með og vanalega þó nú sé ég svona fjarri góðu gamni og geti því miður ekki boðið upp á próteinveislu og afslöppun að þrautinni aflokinni.
Bikki góður að demba sér í langa hlaupið!!!
Hafrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:37
Hæ! hafiði það ekki gott? Ég er að spá í hvenær herlegheitin byrja. fékk þær upplýsignar á símanum að Frakkland væri tveimur tímum á undan okkur. Stóra hlaupið startar föstudaginn 29. ágúst kl. 18:30 að frönskum staðartíma ætti þá að vera 17:30 að ísl. tíma og Litla hlaupið startar sama dag kl. 11:00 að frönskum staðartíma Það væri þá kl 09:00 að íslEr þetta rétt.??
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:58
Held að íslenski tíminn sé þá kl 9:00 hjá Bibbu og svo 16:30 hjá strákunum.
Sigrún Á (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:32
Já auðvitað eru tveir tímar frá 18:30 að Frönskum =16: 30 að Íslenskum. Takk fyrir Sigrún.
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:53
Það verður gaman að fylgjast með ykkur á þessum ágæta vef. Come hell and high water.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.