Börkur í Bertone II

Börkur hringdi frá Bertone, sat þar rangeygður af hita eftir nóttina sem var mjög sveitt. Hitinn er í 30 stigum núna og klukkan orðin hálfellefu. Þessi hitasvækja hefur hægt á keppendum og vökvatapið mikið. Börkur taldi sig vera á svipuðu róli og í fyrra, ætlaði að staldra þarna við og drekka sig upp. Hann hafði heyrt í Ásgeiri og Birki sem gáfu sér góðan tíma í Courmayeur til að eta og drekka. Fram undan er erfiður dagur og eins gott að hugsa kalt til þeirra félaga, til að svala þeim á leiðinni. KOMASO!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

KOMASO!

Valdís (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 08:48

2 identicon

Svalar baráttukveðjur til ykkar frændur af Svarfdæslkri Ingvaraætt...þið eruð langflottastir.

Kveðja Júlli á Dalvík

Júlíus Júlíusson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 08:59

3 identicon

Áfram félagar! So far so good. Mjög leitt að Bibba hætti, hún á samt eftir að sigra þetta seinna meir!! Kveðja úr Ásbyrgi.

Helga Árna (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:17

4 identicon

Þetta er magnað hjá ykkur bræður. Hlakkatil að fylgjast með. Baráttukveðjur.

Auður H.

Auður á Dalvík (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggið

The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc
The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc

Þetta blogg er um ferð fjögurra hlaupara í The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc hlaupið dagana 29 - 31 ágúst.   www.ultratrailmb.com

Myndaalbúm

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband