Bestu kveðjur...

Við Sigrún og Berta erum staddar við Tourist Information stöðina í Chamonix.   Þar hímum við í skugganum og bíðum eftir að Bikki skjóti upp kolli í Bonatti.    Hér er frí internettenging og úti er gluggasylla alveg upp við húsið þar sem hægt er að ná sambandi.    Ég sest og blogga og Sigrún og Berta fara að kaupa ís.   Bertu leiðist, enda lítið um að vera fyrir 10 ára hérna og við uppteknar á netinu að ræða tíma og plön.     Síðustu upplýsingar sem við sáum voru þessar : Börkur í Arnuva kl. 12:51 á frönskum tíma.   Kom þar inn í sæti 444.   Geri ráð fyrir að hann setjist niður og fái sér núðlusúpu þar.   Góðar núðlusúpur í Arnuva.Ásgeir í Bonatti kl. 13:19 að frönskum tíma í sæti 783.   Síðast frétti ég af honum þar sem þeir Birkir voru á leið til Courmayor og Ásgeir var í vandræðum, var orðinn sárfættur.   Gerði ráð fyrir að skipta um skó í Courmayor.   Vonandi lagaðist hann við það.Birkir var í Bertrone kl. 12:17 að frönskum tíma í sæti 960 og var í vandræðum vegna hitans.   Talaði um að koma sér upp á fjallið sem fyrst þar sem smá gola ætti að kæla eitthvað.(Ísinn minn kominn, allur að bráðna í hitanum og gerð smá bloggpása.  Athugað aftur með Birki.   Ekkert ennþá) Það er búið að vera gott að lesa fréttaskotin að heiman.   Vonandi haldið þið áfram.   Hér er lítil aðstaða til internetiðkunar, fartölvan hennar Sigrúnar hefur takmarkað batterí, Berta hefur takmarkaða þolinmæði og veskið hefur takmarkaðan kvóta á internetcafé.

Við ætlum að reyna að koma inn aftur í kvöld þegar við förum að bíða eftir Berki.

Bestu kveðjur heim,

Bibba, Sigrún og Berta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega gaman að geta fylgst svona vel með hér á bloggi. Gangi ykkur vel. Það er æsi spennandi. Það verður gaman að lesa frásögn siðar. Hér er af og til rok og rigning. Sendi kæling til ykkur.

Bestu kveðjur

Corinna (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:01

2 identicon

Gaman að geta fylgst svona með.  Bibba ég gaf Einari manninum mínum símanúmerið þitt.  Hann er við markið en leggur í hann á MOnt Blanc á morgun.  Bestu kveðjur úr suddanum heima. 

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:10

3 identicon

Gaman að "heyra" frá þér Bibba. Kuldakærar kveðjur í hitann ;)

Helga Árna (laugaskokkari) (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:10

4 identicon

Fint að fá svona langa fréttaskýringu að utan,þið hafið það greinilega aðeins betra en kempurnar. kveðjur úr sól og blíðu á Dalvík:) KOMASO!!!!

Saga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:16

5 Smámynd: The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc

Guðrún Helga, er við rásmarkið núna líka, endilega láttu hann hringja, er við Touist information

kv Bibba

The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc, 30.8.2008 kl. 12:16

6 identicon

Bikki var hringja frá Bonatti og var alveg hraunbúinn,gat varla talað. Mikill munur frá því ég talaði við hann í morgun. Ætlar að leggja sig aðeins áður en hann leggur á Col Ferret

Saga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:45

7 identicon

Börkur nr 442 eftir komuna til Col Ferret,aðeins farinn að tína upp keppendur aftur. LAGLEGT!!

Saga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:23

8 identicon

Gaman að fylgjast með ykkur.  kveðja frá Siggu, kjúklingnum hennar Bibbu í Bíddu aðeins.

Sigga í Bíddu aðeins (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggið

The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc
The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc

Þetta blogg er um ferð fjögurra hlaupara í The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc hlaupið dagana 29 - 31 ágúst.   www.ultratrailmb.com

Myndaalbúm

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband