30.8.2008 | 19:53
Birkir er hættur
Framundan hjá honum er alveg ótrúlega langt ferðalag í mini bus og síðan rútu frá La Fouly til Chamonix þar sem honum verður hent út á götu á einhverri rútubílastöð í nágrenni miðbæjarins. Vill til að Bibba ratar þaðan og heim síðan í gærkvöldi svo að við getum sótt hann. Þegar heim verður komið verður reynt að troða í hann fæðu. Við hlökkum til.
Heyrðum í Berki í Champex Lac þar sem hann átti von á að hitta Ásgeir áður en hann héldi áfram. Hann kvartaði undan eymslum milli fóta. Vaselínið bráðnaði allt í hitanum í dag og gerði ekki það gagn sem því var ætlað.
Við Sigrún og Berta erum á heimleið að undirbúa ommilettugerð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja Ásgeir og Börkur, klára svo loka "sprettinn"!
Valdís (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:33
Ja það var leiðinlegt að Bikki skyldi þurfa að hætta en svona er þetta víst. Hann hefur sennilega langað að verða fyrstur í dekrið hjá blómadísunum 3 Þá er bara að hugsa enn sterkar til þessara tveggja sem eftir eru og TAKADASO!!!!!!!
Saga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:54
uss, við bibba erum að týna fram alls konar vörur til að dekra við Bikks. Rauðvini og mataroliu blandað saman, hlýtur ad hafa ròandi og grædandi áhrif
sigrùn (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 21:26
Mér finnst óþarfi að láta hann falla í dá af vibba hérna! Annars segir Bikks að Skrún verði eins og lúin motta eftir að hafa dekrað við hann. Hann er greinilega ekki aðframkominn fyrst hann getur gantast svona í RÚTUNNI (ekki minibus!)Og greyin mín finnið eitthvað girnilegra í matinn en nornaseyð!
Saga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:02
jæja Bikki minn það var leiðinlegt að þú gast ekki klárað,þetta var bara 1 tilraun kemur á næsta ári.Ég er allaveganna mjög stolt af þér og fannst þetta flott hjá þér.Berta hlýtur að vera ánægð með þig líka. Vona að allt gangi vel hjá Berki. GO GO BÖRKUR þú getur þetta!!! Sigrún mín hugsaðu nú vel um stóra bró.
solla steinars (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:06
Ég fylgist með þér
Þú ert náttúruleg langflottastur
Hrönn (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:40
Góður gamli
Eftir brúarhlaupið á Selfossi kem ég sennilega með þér í næstu ferð ;)
Gangi þér vel að klára þessa þolraun
Jón Ingi Gíslason (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:45
Bölv... hitinn að fara svona með þá. Bikki fær amk. að hvíla sig í góðu rúmi í nótt! Baráttukveðjur til Bökka. Mikið vildi ég að ég væri þarna enn þá og gæti boðið til veislu að þrekrauninni afstaðinni.
Sigrún þú stjanar við þá.
Bestu kveðjur, Hafr
Hafrún (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 23:07
Var að tékka á stöðunni, Börkur fór í gegnum Trient kl 02.56 og var þá nr 641 í röðinni.Ásgeir var aðeins á undan honum eða kl 02.25 og nr 573. þetta virðist ganga þokkalega hjá þeim.Gaman að sjá að Hafrún er komin inn í skrifin,búin að vera að leita að þér,manneskja!! TAKADASO strákar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Saga (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 01:43
Heyrði aðeins í Berki,hann virtist nokkuð hress og ætlaði að drífa sig upp á næsta fjall Catogne
Saga (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 02:07
Nú fer það að styttast Börkur.Ég og óga Sigga erum á næturvakt á Dalbæ og erum að fylgjast með ,nú hlaupum við með þér og görgum ÁFRAM BÖRKUR GO GO við sendum þér orku KOMASO
solla steinars (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.