Aftur á torginu

Við Sigrún erum aftur komnar á torgið eftir fimm tíma rot.  Ætluðum að vakna fyrir sjö en sváfum yfir okkur.   Klukkan er 8:25 að frönskum tíma og hér er, guði sé lof skýjað og smá gola.    Ásgeir er nýkominn upp á síðasta tindinn og við eigum von á honum eftir svona tvo og hálfan tíma.   Hann er nú í sæti 517 og er að tína upp.
Börkur liggur á sjúkrabekk í Vallorcine en er að rísa á fætur í þessum skrifuðum orðum og ætlar brattur af stað aftur.
Birkir sefur svefni hinna þreyttu.    Hann var í góðu ástandi í gærkvöldi.   Fótafúinn en virtist að mestu heill.   Berta nuddaði fæturnar á pabba sínum.    Flott að hafa barn í það verkefni.
Birkir er að bæta sig helling frá því í fyrra.    108 kílómetrar á rúmum 26 tímum er góð bæting síðan í fyrra þegar hann hljóp 86 kílómetra á 18 tímum.    Það er búið að breyta leiðinni síðan í fyrra og keppendur hér eru sammála um að hún sé mun erfiðari.   Svo er á það að líta að Birkir æfir ekki eins og langhlauparar eru vanir að gera og kílómetrarnir í bankanum hans eru svo fáir að það er í rauninni kraftaverk að hann skuli komast þetta hver sem tíminn er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggið

The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc
The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc

Þetta blogg er um ferð fjögurra hlaupara í The North Face Ultra Trail Tour du Mont Blanc hlaupið dagana 29 - 31 ágúst.   www.ultratrailmb.com

Myndaalbúm

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband