1.9.2008 | 09:14
Otrulegt hlaup
Tetta hlaup var otrulegt, tvisvar var eg neastum haettur, eftir 110 km tegar eg var ordinn svo sar innan a laerunum ad eg komst bara 300m fra La Fouly og ekki skrefi meir. Nokkrar reddingar komu mer svo nidur i Champex tar sem eg turfti ad bida eftir Asgeiri tvi eg var buinn med vaselinid mitt. Restin einkenndist af miklum verkjum vegna fjolda bladra sem voru komnar a bada faetur. Gat ekki farid hratt nidur og missti marga fraur mer tess vegna.
Tegar eg aetladi fra Vallorcine gat eg bara gengid 50m, sarsaukinn var of mikill. Sneri vid til ad fara i adra sokka en folkid a stodinni spurdi hvort eg vildi lata laekni kikja a faeturnar sem eg tadi og tar steinsofnadi eg medan eg var allur plastradur. Eg var nokkud viss um ad tetta vaeri buid tvi eg taldi mig ekki geta farid sidustu 18 km med lappirnar i tvi astandi sem taer voru. Vaknadi hinsvegar spraekur og eftir nokkur skref komst skridur a mig og nadi eg fljotlega ad hala inn folk. Gaeti truad ad eg hafi farid framur 150 manns manns fra Vallorcine. Mikil ferd var a mer a timabili enda gaman ad geta loksins hlaupid og algjor snilld ad klara fullri ferd.
Asgeir stod sig frabaerlega, en hann lenti lika i vandamalum med faeturnar. Annars erum vid bara nokkud godir, takk fyrir ad fylgjast med!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.8.2008 | 10:29
BÖRKUR KOMINN Í MARK!!
Börkur kom í mark eftir 41 klukkutíma, 51 mínútu og 23 sekúndur. Hann er í 729. sæti. Hamingjuóskir með mikið afrek!
Chamonix - Arrivée | D-12:23 | 41h51mn23s | 729 |
31.8.2008 | 09:30
Börkur á hraðri niðurleið!
Börkur er í La Flegere. Væntanlegur til Chamonix um hálfellefuleytið að okkar tíma. Nú er rífandi gangur á okkar manni niður brekkurnar.
La Flégère | D-11:27 | 40h55mn42s | 790 |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2008 | 09:01
Börkur er kominn upp á síðasta fjallið!!
Nú falla öll vötn til Chamonix því Börkur þarf bara að skondrast niður brekkuna sem Ásgeir tók á hálfum öðrum tíma.KOMASO!!
La Tête au vent | D-10:55 | 40h23mn12s | 820 |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 08:58
Viðtal við Ásgeir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 08:03
ÁSGEIR ER KOMINN Í MARK!
Nú má hafa fyrirsögn með hástöfum. Ásgeir Elíasson, járnkarl og langhundur með meiru, er mættur til Chamonix. Hann er nr. 505 í hlaupinu og tíminn er 39 tímar, 28 mínútur og 6 sekúndur. Mikil þrekraun er að baki. Hamingjuóskir að heiman.!!!
Chamonix - Arrivée | D-10:00 | 39h28mn06s | 505 |
31.8.2008 | 07:03
Ásgeir er á leið í mark!!!
Nú er óhætt að hella upp á morgunkaffið. Ásgeir er kominn á næst síðustu stöðina og hér eftir er allt niður í móti að Chamonix þar sem honum er spáð í mark kl. átta að íslenskum tíma. Hann mætti í La Flegere skv. áætlun og nú eru sirka tvær Esjur eftir.KOMASO!!!!
La Flégère | D-08:55 | 38h23mn51s | 517 |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 06:37
Staðan kl. hálfsjö
Börkur hefur sótt á í nótt og nú fer þetta að styttast:Næsta stöð er La Tete au vent og áætlað að hann verði þar um hálftólf, sem er frekar ríflegt mat. Hann verður kominn fyrr en varir.
Vallorcine | D-06:45 | 36h13mn17s | 649 |
Ásgeir er í ham! Reiknað er með honumí La Flegere eftir hálftíma. Þá er stutt eftir!
La Tête au vent | D-08:17 | 37h45mn34s | 517 |
La Flégère | |||
Chamonix - Arrivée |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 06:35
Aftur á torginu
Við Sigrún erum aftur komnar á torgið eftir fimm tíma rot. Ætluðum að vakna fyrir sjö en sváfum yfir okkur. Klukkan er 8:25 að frönskum tíma og hér er, guði sé lof skýjað og smá gola. Ásgeir er nýkominn upp á síðasta tindinn og við eigum von á honum eftir svona tvo og hálfan tíma. Hann er nú í sæti 517 og er að tína upp.
Börkur liggur á sjúkrabekk í Vallorcine en er að rísa á fætur í þessum skrifuðum orðum og ætlar brattur af stað aftur.
Birkir sefur svefni hinna þreyttu. Hann var í góðu ástandi í gærkvöldi. Fótafúinn en virtist að mestu heill. Berta nuddaði fæturnar á pabba sínum. Flott að hafa barn í það verkefni.
Birkir er að bæta sig helling frá því í fyrra. 108 kílómetrar á rúmum 26 tímum er góð bæting síðan í fyrra þegar hann hljóp 86 kílómetra á 18 tímum. Það er búið að breyta leiðinni síðan í fyrra og keppendur hér eru sammála um að hún sé mun erfiðari. Svo er á það að líta að Birkir æfir ekki eins og langhlauparar eru vanir að gera og kílómetrarnir í bankanum hans eru svo fáir að það er í rauninni kraftaverk að hann skuli komast þetta hver sem tíminn er.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 19:53
Birkir er hættur
Framundan hjá honum er alveg ótrúlega langt ferðalag í mini bus og síðan rútu frá La Fouly til Chamonix þar sem honum verður hent út á götu á einhverri rútubílastöð í nágrenni miðbæjarins. Vill til að Bibba ratar þaðan og heim síðan í gærkvöldi svo að við getum sótt hann. Þegar heim verður komið verður reynt að troða í hann fæðu. Við hlökkum til.
Heyrðum í Berki í Champex Lac þar sem hann átti von á að hitta Ásgeir áður en hann héldi áfram. Hann kvartaði undan eymslum milli fóta. Vaselínið bráðnaði allt í hitanum í dag og gerði ekki það gagn sem því var ætlað.
Við Sigrún og Berta erum á heimleið að undirbúa ommilettugerð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar